Nú stingum við okkur til sunds og syndum hringinn í kringum landið!
ÍA hvetur Skagamenn til þess að taka þátt í landsátaki í sundi og skrá ykkar vegalengd í hvert skipti sem þið syndið inn á www.syndum.is
Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá sínar sundvegalengdir.
Þeir sem eiga notendanafn í verkefninu Lífshlaupið eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Þeir metrar sem þú syndir safnast saman og á forsíðu www.syndum.is verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt.