Upprunin eru tímamót í kjöri Íþróttamanns Akraness, en nýr verðlaunagripur verður tekinn í notkun og afhentur í fyrsta skipti þegar kjör íþróttamanns Akraness verður tilkynnt 6. janúar n.k..
Þá verður sá gamli lagður til hliðar til varðveislu hjá ÍA.
Sá gamli, Friðþjófsbikarinn hefur verið afhentur í alls 30 skipti.
Frá árinu 1977 hefur kjörið verið árviss viðburður og Friðþjófsbikarinn var afhentur í fyrsta sinn árið 1991.
Við þessi tímamót sem nú eru, var ákveðið að taka í notkun nýjan bikar og að hann fengi nafnið Helga Dan bikarinn, til minningar um Helga Daníelsson.
Helgi Dan. var öðrum fremur sá sem kom að því að Íþróttamaður Akraness skyldi valinn árið 1965 og gerði hann það í minningu bróður síns Friðþjófs sem lést ungur af slysförum.
Helga Dan. þarf vart að kynna fyrir Akurnesingum en hann var ötull félagsmaður í starfi ÍA allt fram á síðasta dag.
Helga Dan bikarinn er gefin af syni Helga, Steini Helgasyni, konu hans Elínu Klöru og börnum þeirra, Steindóru, Írisi, Helga Dan, Helenu og Marellu.