ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Þorsteinn Þorvaldsson látinn

Þorsteinn Þorvaldsson látinn

04/04/18

#2D2D33

Þorsteinn Þorvaldsson, vélstjóri lést mánudaginn 2.apríl s.l. á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi 93 ára að aldri.
Þorsteinn var einn af frumherjum Golfklúbbsins Leynis og stofnfélögum klúbbsins. Þorsteinn var formaður í 13 ár samfleytt frá árinu 1967 og sat í stjórn klúbbsins í rúm 20 ár. Þorsteinn var gerður heiðursfélagi Leynis á 20 ára afmæli klúbbsins árið 1985 og Elín Hannesdóttir eftirlifandi eiginkona hans sömuleiðis árið 1992.
Það er ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé að með krafti sínum og dugnaði hafi hann öðrum fremur haldið klúbbnum gangandi fyrstu áratugi í starfi klúbbsins og skapað honum smám saman þann sess sem hann hefur í dag. Þorsteinn innti af hendi mikla sjálfboðavinnu frá fyrsta degi sem fólst í uppbyggingu vallar, vallarumhirðu og vélaviðhaldi sem klúbburinn er þakklátur fyrir.
Golfklúbburinn Leynir minnist Þorsteins með miklum hlýhug og sendir eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content