ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Þórður Þorsteinn gerir nýjan samning við KFÍA

Þórður Þorsteinn gerir nýjan samning við KFÍA

10/01/18

#2D2D33

Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA og gildir samningurinn út leiktíðina 2020. Þórður Þorsteinn er fæddur árið 1995 og er uppalinn í ÍA. Hann hefur spilað 127 leiki með félaginu og skorað í þeim 19 mörk.

Aðspurður sagði Þórður Þorsteinn: “Ég er gríðarlega ánægður með að gera nýjan samning við mitt uppeldisfélag, enda er hjartað mitt hjá ÍA. Markmið næsta sumars er að fara aftur upp, það er ekkert annað sem kemur til greina.”

Knattspyrnufélag ÍA fagnar því að náðst hafi nýr samningur við Þórð Þorstein og telur að hann verði einn af lykilmönnum liðsins á næstu árum.

“Það er frábært að mikilvægur leikmaður eins og ÞÞÞ sé búinn að semja til lengri tíma við félagið. Þetta sýnir að hann er með hjartað á réttum stað og tilbúinn að gera allt sem hann getur til að koma ÍA aftur í deild þeirra bestu.” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Edit Content
Edit Content
Edit Content