81. þing ÍA var haldið þann 9.apríl sl. í sal félags eldri borgara að Dalbraut 4 kl. 18:00 var það sett af formanni ÍA Gyðu Björk Bergþórsdóttir og bauð þingfulltrúa velkomna.
Mæting var góð eða 76% af þeim fjölda sem höfðu rétt á að sitja þingið.
Dagskráin var með hefðbundum hætti og samkvæmt lögum bandalagsins.
Þingforseti var kjörinn O. Pétur Ottesen sem leysti sitt hlutverk af með mikill príði.
Mæting á þingið var með ágætum eða 48 þingfulltrúar 76% af þeim sem rétt höfðu til setu á þessu þingi.
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og stykklað á stóru í því starfi sem unnið var að á síðasta ári.
Blómlegt íþróttalíf er á Akranesi og bættust tvær nýjar deildir við það starf sem fyrir er.
Pílufélag Akraness er orðin deild innan Keilufélags Akraness og svo fékk Kraflyftingafélag Akranees Lyftingadeild inn í sitt starf. Því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Akranesi.
ÍA tók að sér umsjón með hreyfiúrræði fyrir 60+ á Akranesi í samstarfi við Akraneskaupstað. Með þessu var verið að auka framboð til hreyfingar og mjög gaman að segja frá því að þetta hefur ekki dregið úr aðsókn hjá öðrum sem bjóða upp á úrræði fyrir þennan aldur. Frekar hefur aukist eftirspurn sem er mjög gott.
Heildar iðkendur sem æfa í skipulögðu íþróttastarfi með þjálfara 10 vikur eða lengur á aldrinum 6 til 18 ára eru 1827 eru það ekki kenntölur heldur eru það talning á þeim þáttakendum í þessu starfi og eru nokkuð margir sem æfa fleiri en eina grein og er því eru þau talin hjá öllum.
Allar nánari upplýsingar er hægt að finna í ársskýrslu ÍA á heimasíðu ÍA.
Framkvæmdastjóri ÍA Guðmunda Ólafsdóttir, fór yfir ársreikninga bandalagsins og lagði fyrir áætlun fyrir árið 2025. Reikningar og áætlun var samþykkt samhljóða af þinginu.
Fulltrúi ÍSÍ Hafsteinn Pálsson ávarpaði þingið flutti kveðjur forseta og stjórnar, sagði frá starfi ÍSÍ og veitti viðurkenningar ásamt Hildi Karen Aðalsteinsdóttur, Einar Örn Guðnason fráfarandi formaður Kraftlyfingafélags Akraness, fékk silfurmerki ÍSÍ fyrir ötult starf sitt í þágu íþrótta á Akranesi. Jón Þór Þórðarson fékk gullmerki ÍSÍ fyrir ötult starf í þágu íþrótta á Akranesi.
Fulltrúi UMFÍ Hallbera Eiríksdóttir ávarpaði þingið flutti kveðjur formanns og stjórnar sagði frá ystarf UMFÍ á síðastliðnu ári.
Eftir veitingahlé sem Sundfélag Akranes sá um með miklum sóma, voru félagar í hinum ýmsu félögum sæmdir Bandalagsmerki ÍA eða alls 9 manns. Voru það Gyða Björk og Tómas S. Kjartansson sem afhentu blóm og merki fyrir hönd ÍA.
Alfreð Þór Alfreðsson – Golfklúbburinn Leynir
Eiríkur Jónsson – Golfklúbburinn Leynir
Elsa Jóna Björnsdóttir- Karatefélag Akraness
Guðjón Viðar Guðjónsson – Golfklúbburinn Leynir
Guðmundur Claxton – Fimleikafélag ÍA
Guðrún Guðbjarnadóttir- Sundfélag Akraness
Ingibjörg Indriðadóttir – Fimleikafélag ÍA
Kári Rafn Karlsson – Kraftlyftingafélag Akraness
Vilborg Helgadóttir – Fimleikafélag ÍA
Samfélagsskjöld ÍA þetta árið fékk Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður fyrir framlag sitt til íþróttafélaga á Akranesi. Það eru ófáir skartgripirnir sem hún hefur smíðað og gefið í fjáraflanir hjá félögum.
Í fyrsta skipti í langan tíma var lagt fyrir þingið umsókn um aðild að ÍA. Nýtt hestamannafélag hefur verið stofna Hestaíþróttafélagið Sunna sem óskaði eftir aðild að ÍA. Þingfulltrúar óskuðu eftir leynilegri kosningu sem var framkvæmd og eftir talningu atkvæða var aðild hafnað með 98% nei , eitt atkvæði ógilt og eitt já. Var því óskað eftir þinghléi frá þingfulltrúa, þegar úrslit voru kunngerð og varð þingið við þeirri beiðni og hlé gert í 10 mínútur. Þingfulltrúar skipuðu hóp til þess að fara fyrir og leggja ályktun til þingsins fyrir sem rökstyður þessa höfnun. Ályktun var lesin upp og samþykkt með öllum atkvæðum nema einu.
Kosning stjórnar var eftir þennan dagskrárlið þrjú voru að ganga úr stjórn og komu því þrír nýjir inn í stað þeirra. Formaðurinn Gyða Björk gaf kost á sér áfram og fékk hún lófaklapp fyrir það. Nýr varaformaður var kjörinn hann Tómas S. Kjartansson, þrír aðrir voru kjörnir sem meðstjórnendur og eru það Erla Ösp Lárusdóttir sem nú þegar á sæti í stjórn en ný koma inn í stjórnina þau Magnús Guðmundsson og Brynja Kolbrún Pétursdóttir, varamenn eru Breki Berg Guðmundsson og nýr varamaður kjörinn Hannibal Hauksson. Þingi slitið 20:30
Íþróttabandalag Akraness þakkar öllum þeim sem að þinginu komu.
Óskar einnig þeim sem heiðranir hlutu innilega til hamingju.
Þökkum Trausta Gylfasyni, Emilíu Halldórsdóttur og Heiðari Mar Björnssyni innilega fyrir samstarfið í stjórn ÍA.









































