Sundfélag Akraness auglýsir eftir ungbarnasundkennara til starfa fyrir félagið.
Ungbarnasund hjá Sundfélagi Akraness hefur verið starfrækt frá árinu 1999 og nú á vordögum voru 77 börn skráð i Ungbarnasund hjá Sundfélagi Akraness.
Kennsla fer fram i Bjarnalaug frá september og fram í maí.
Það er skilyrði að hafa lokið kennaranámskeiði hjá Buslí eða öðru viðurkenndu ungbarnasundsnámskeiði frá sérsambandi erlendis.
Umsóknir/upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins, Kjell Wormdal í síma 846-8292 eða á netfangið kjell@sundfelag.com.
Umsóknir sendast á kjell@sundfelag.com