Á Sumardaginn fyrsta verður að venju farið í sumardaginn-fyrsta-reiðtúr. Að þessu sinni munu nokkrir félagar frá hestamannafélaginu Sörla koma með okkur í reiðtúrinn.
Við leggjum af stað kl 13:30 frá Æðarodda og tökum stefnuna að Höfða þar sem heimilsfólki verður afhent sumarblómin að venju. Ekki er líklegt að það verði hægt að fara á Langasandinn þar sem fjara er snemma morguns.
Að loknum reiðtúr munum við grilla saman. 🙂 Pylsa og gos á 250 krónur.