ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Strákarnir unnu öruggan sigur á Kára

Strákarnir unnu öruggan sigur á Kára

23/01/18

#2D2D33

Meistaraflokkur karla spilaði æfingaleik við Kára um helgina í Akraneshöllinni. Í þessum leik voru það ungu strákarnir í báðum liðum sem fengu að láta ljós sitt skína og fá tækifæri til að spreyta sig.

Skemmst er frá því að segja að ÍA vann öruggan 7-2 sigur í leiknum þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og lítið var um varnir. Þrátt fyrir að níu mörk hafi verið skoruð í leiknum fengu bæði lið fjölda marktækifæra þannig að ungu strákarnir nýttu sitt tækifæri vel.

Markaskorarar ÍA voru Marinó Hilmar Ásgeirsson með þrennu, Gísli Laxdal Unnarsson með tvö mörk og svo skoruðu Hilmar Halldórsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson sitt markið hvor.

Mörk Kára skoruðu Ásgrímur Óskar Jóhannesson og Sindri Snæfells Kristinsson.

Edit Content
Edit Content
Edit Content