ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Stórsigur í lokaleik 1. deildar

Stórsigur í lokaleik 1. deildar

09/09/17

#2D2D33

Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna unnu fyrr í dag stórsigur á liði Sindra frá Hornafirði í lokaleik sínum í 1. deildinni í sumar.

Skagastúlkur höfðu mikla yfirburði, héldu boltanum vel og spiluðu almennt góðan fótbolta. Fyrsta markið kom á þriðju mínútu leiksins þegar Bergdís Fanney Einarsdóttir renndi boltanum í markið eftir fyrirgjöf frá Unni Ýr Haraldsdóttur. Aldís Ylfa Heimisdóttir bætti við öðru markinu á tólftu mínútu með fallegu skoti af hægri kantinum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik þrátt fyrir nokkur góð færi. Aldís Ylfa skoraði sitt annað mark og þriðja mark ÍA á 66. mínútu áður en hún lagði upp fjórða markið fyrir Unni Ýr. Á 87. mínútu leiksins átti Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir góða fyrirgjöf frá hægri sem Ruth Þórðar Þórðardóttir skallaði í markið, en Hrafnhildur bætti svo sjálf við sjötta markinu með góðum skalla eftir hornspyrnu. Lokatölur urðu 6-0 fyrir ÍA og sigurinn síst of stór miðað við gang leiksins.

Frammistaða liðsins í heild var til fyrirmyndar en Aldís Ylfa Heimisdóttir var í leikslok valin maður leiksins. Hlaut hún að launum gjafabréf fyrir 2 í jöklaferð frá Arnarstapa. Á meðfylgjandi mynd afhendir Magnús Guðmundsson, stjórnarformaður KFÍA, Aldís Ylfu gjafabréfið.

Að venju voru seldir happdrættismiðar í hálfleik og að þessu sinni var vinningurinn málverk eftir Ernu Hafnes. Á meðfylgjandi mynd tekur Hulda Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður meistaraflokks, við málverkinu fyrir hönd móður sinnar en með henni á myndinni eru Sævar Freyr Þráinsson, Svala Hreinsdóttir, Elfa Björk Sigurjónsdóttir, Sigríður Valdemarsdóttir og Magnús Guðmundsson.

Þetta var ánægjulegur endir á tímabilinu hjá stelpunum og við hjá Knattspyrnufélagi ÍA þökkum öllum þeim sem hafa stutt stelpurnar í sumar með einum eða öðrum hætti. Þetta er ungt lið sem hefur lært mikið og tekið miklum framförum í sumar, það verður spennandi að fylgjast með þeim á næsta tímabili.

Áfram ÍA

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content