ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Stelpurnar unnu góðan sigur á Gróttu

Stelpurnar unnu góðan sigur á Gróttu

17/01/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna mætti Gróttu í fyrsta leik ársins á Vivaldivellinum í faxaflóamótinu. Stelpurnar mættu af miklum krafti í leikinn og það skilaði góðu marki á 23. mínútu þegar Aldís Ylfa Heimisdóttir skoraði af öryggi.

Einungis þremur mínútum síðar kom annað mark ÍA en þá skoraði Unnur Ýr Haraldsdóttir. Þrátt fyrir að bæði lið fengju álitleg færi í fyrri hálfleik voru fleiri mörk ekki skoruð og staðan því 0-2 fyrir ÍA í leikhléi.

Stelpurnar héldu áfram að ráða gangi leiksins í seinni hálfleik og á 59. mínútu skoraði Bergdís Fanney Einarsdóttir þriðja mark leiksins með góðu skoti. Fjórum mínútum síðar voru úrslitin endanlega klár þegar Róberta Lilja Ísólfsdóttir skoraði fjórða mark ÍA.

Skagastelpur fengu fleiri færi til að bæta við mörkum en Grótta skapaði sér lítið í þessum leik. Leikurinn endaði því með öruggum 0-4 sigri ÍA og stelpurnar byrja árið af krafti.

Edit Content
Edit Content
Edit Content