Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna voru frekar óheppnar í gærkvöldi þegar þær töpuðu 3-0 fyrir Þrótti R á Eimskipsvellinum í sjöundu umferð 1. deildar kvenna. Fyrri hálfleikurinn var markalaus þrátt fyrir að ÍA ætti ágætar sóknir og meðal annars skot í stöngina.
Í seinni hálfleik voru Þróttarar betri eftir því sem leið á leikinn og skoruðu þrjú góð mörk. Þrátt fyrir góðar tilraunir hjá stelpunum náðu þær ekki að skora mark í leiknum.
Það þýðir samt ekkert annað en horfa fram á við og til næsta leiks sem er heimaleikur gegn Víking Ó, þriðjudaginn 27. júní kl. 19:15.