-Æðaroddi, félagsheimili, laugardagsmorgun 27. október frá kl. 10 til 13.-
Stjórn Hestamannafélagsins Dreyra boðar til vinnufundar vegna stefnumótunar fyrir félagið okkar.
Allir félagsmenn Dreyra sem áhuga hafa á starfinu í nútíð og framtíð ættu að mæta.
Góð stefna félagsins tengir saman hlutverk, innra skipulag og kröfur ytra umhverfis.
Stefnumótun er langtímaáætlun með það að leiðarljósi að finna út hvar félagið sé statt í dag, hvert það stefni og hvernig það eigi að komast þangað. Stefnumótunarvinnan skiptir miklu máli við að ná árangri til lengri tíma.
Í stefnumótunarferli er leitast eftir að svara spurningum eins og.. : Hvað gerir félagið? Fyrir hverja er nefndavinnan og gerð af hverjum? Hvaða hagsmunaaðilar tengjast okkur? Hvað er að gerast í okkar íþróttagrein? Hvað eru önnur félög/keppinautar að gera? Hvernig sköpum við virði? Hvert stefnum við? Hvernig komumst við þangað? Úr stefnumótunarvinnunni kemur aðgerðaplan sem miðar að því að styrkja stöðu félagsins til langs tíma.
Sjáumst á laugardaginn og vinnum að góðri framtíð Dreyra.
Ungir Dreyrafélagar sérstaklega velkomnir.
Stjórn Dreyra.