ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Staða framkvæmda við frístundamiðstöð 7. febrúar 2018

Staða framkvæmda við frístundamiðstöð 7. febrúar 2018

07/02/18

#2D2D33

Undirbúningur á framkvæmdasvæði við Garðavöll vegna frístundamiðstöðvar hófst í desember 2017 eins og áður hefur komið fram í tilkynningum til félagsmanna og hélt áfram af fullum krafti í janúar 2018 en þá hófst undirbúningur fyrir niðurrif á byggingum þegar félagsmenn fjölmenntu einn laugardag og aðstoðuðu við flutning á tækjum og húsbúnaði sem settur var í geymslu meðan á framkvæmdum stendur.
Vinna við bráðabirgðalagnir hófst í kjölfarið s.s. vatnslagnir, fráveitulagnir, rafmagn og fjarskipti fyrir vinnubúðir og bráðabirgðaaðstöðu sem notuð verður sumarið 2018. Vinna við niðurrif bygginga hófst um miðjan janúar sömuleiðis og gekk mjög vel og í kjölfarið var tekinn skóflustunga þann 19. janúar að viðstöddu fjölmenni. Skóflustungu tóku fulltrúar Leynis, Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.
Flutningur á skrifstofu Leynis fór fram að lokinni skóflustungu og samhliða uppgreftri á grunni ný byggingar hefur jarðvinnuverktakinn unnið við að gera stíg og aðstöðu í tengslum við skrifstofu Leynis. Uppgröftur á grunni ný byggingar hefur einnig gengið vel og upplýsingar sem fyrir lágu um grunnbotn hafa allar staðist og lítið af óvæntum hlutum komið fram.
Samræmingarfundir hafa verið haldnir reglulega í janúar meðal allra sem koma að hönnun byggingarinnar og einnig hafa verkfundir verið haldnir vikulega með verktökum til að fylgja eftir verki og fylgjast með framvindu. Framleiðsla á forsteyptum einingum mun hefjast innan fárra daga svo einingar verði tilbúnar til að reisa þegar að því kemur.
Verkefnið er að vinnast samkvæmt áætlunum en veðurfar síðustu daga er mesta óvissan um þessar mundir og hefur vinna legið niðri síðustu tvo daga vegna veðurs. Stjórn og framkvæmdanefnd Leynis mun hér eftir sem áður upplýsa félagsmenn með fréttum af framkvæmdinni eftir því sem verkinu miðar áfram.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content