ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Staða framkvæmda við frístundamiðstöð 27.maí 2018

Staða framkvæmda við frístundamiðstöð 27.maí 2018

27/05/18

#2D2D33

Framkvæmdir ganga vel þessar vikurnar á framkvæmdasvæði við Garðavöll og útlínur á nýrri frístundamiðstöð farnar að taka á sig góða mynd og eru útveggir hússins að mestu leyti uppsettir.
Framkvæmdir gengu almennt vel í apríl og veður var hagstætt til vinnu. Fyrri hluti apríl var notaður til að klára vinnu við kjallara og fylla að byggingunni til að undirbúa fyllingu og púða undir sökkla lágbyggingar. Vinna hófst í kjölfarið við uppsetningu á sökklum og voru veggeiningar 1.hæðar reistar síðari hluta apríl þegar stórar og myndarlegar einingar í kringum veitingasal voru reistar. Samhliða hefur verið unnið við ýmsa lagnavinnu s.s fráveitu- og regnvatnslagnir sem og inntakslagnir.
Vinna hefur sömuleiðis gengið vel í maí þrátt fyrir blautan og vindasaman seinni hluta þessa mánaðar. Vinna hélt áfram við reisningu veggeininga 1.hæðar, ýmsa lagnavinnu s.s. inntök, fráveita, regnvatn og raflagnir. Áætlanir gera ráð fyrir að golfplata 1.hæðar verði steypt undir lok maí og einnig er gert ráð fyrir að vinna við uppsetningu á þakvirki hefjist í lok maí. Gert er ráð fyrir að vinna innandyra geti hafist um miðjan júní vegna 1.áfanga sem telur til innganga, afgreiðslu, skrifstofu, fundarherbergis og útisalerna.
Framkvæmdanefnd vill biðja félagsmenn að taka tillit til vinnu verktaka og keyrslu stærri bíla og tækja að vinnusvæði en hluti bílastæðis verður sömuleiðis nýttur undir geymslu á límtré og þakeiningum næstu 2 vikurnar. Hefur verið útbúið bráðabirgða bílastæði við aðkomuna á Garðavöll til að fullnægja bílastæða þörf gesta sem heimsækja Garðavöll. Öryggismál eru mikilvægur hluti af vel heppnuðu verkefni eins og þessu og því viljum við að endingu minna félagsmenn á að gæta að sér við vinnusvæðið en krafist er öryggisbúnaðar, sýnileika fatnaðar og er hjálmaskylda sömuleiðis innan vinnusvæðisins. Markmið allra sem að verkefninu koma eru að framkvæmdin verði slysa og óhappalaus.

Edit Content
Edit Content
Edit Content