Skrifstofa ÍA er flutt á Jaðarsbakka eftir að hafa verið í nokkur ár á Vesturgötunni. Skrifstofan er á þriðju hæð, á milli Sundfélagsins og Knattspyrnufélagsins og verður þar aðsetur framkvæmdastjóra ÍA. Ekki er fastur opnunartími á skrifstofunni þannig að best er að hafa samband við framkvæmdastjórann með smá fyrirvara ef hitta þarf á hann.
Um leið og ÍA þakkar starfsfólki Vesturgötunnar fyrir frábær samskipti og ósérhlífni þá hlökkum við til að vinna með öllu því góða fólki sem er í Íþróttamiðstöðunni á Jaðarsbökkum og vonum um leið að sýnileiki ÍA verði meiri á nýjum stað.