ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

SKOTFÉLAG AKRANESS

Allar upplýsingar um starfsemi og opnunartíma félagsins má finna á Facebook síðu félagsins

Hægt er að hafa samband á skotakranes@gmail.com ef  frekari upplýsinga er óskað.

Vallarstjóri er Elías M.Kristjánsson s. 892-0032.

Formaður

Stefán Gísli Örlygsson

Gjaldkeri

Óskar Arnórsson

Meðstjórnandi

Elías M. Kristjánsson

Meðstjórnandi

Hafsteinn Þór Magnússon

Guðmundur Sigurbjörnsson

Varamaður

Ólafur Steinn Ólafsson

Varamaður

Vignir Ragnarsson

1.grein

Félagið heitir Skotfélag Akraness og aðsetur þess er á Akranesi.  Félagið er aðili að ÍA og því háð lögum, reglum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.

2.grein

Markmið félagsins er að iðka skotfimi, glæða áhuga á þeirri íþrótt og stuðla að bættri aðstöðu til iðkunnar hennar.

3.grein

Félagsmaður getur hver sá orðið sem hlýtur samþykki stjórnar félagsins.

4. grein

Ársgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi félagsins ár hvert.

5. grein

Greiði félagsmaður ekki félagsgjöld í eitt ár, ber að setja hann á skrá yfir óhlutgenga félaga er ekki hafa leyfi til að keppa fyrir hönd félagsins, hafa ekki atkvæðisrétt á fundum þess og eru ekki kjörgengir í stjórn og nefndir.

6.grein

Stjórn félagsins skipa 3 menn:  Formaður, ritari og gjaldkeri.  Stjórnin skal kosin skriflega á aðalfundi til eins árs í senn.  Ennfremur skal kjósa tvo varamenn og tvo skoðunarmenn ársreiknings.

7.grein

Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum greinum.  Hún hefur umráð yfir eignum þess og boðar til funda.  Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema tveir stjórnarmenn séu henni fylgjandi.  Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa.  Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.  Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.

8.grein

Reikningsár félagsins miðast við áramót.

9.grein

Aðalfund skal halda í mars ár hvert og félagsfundi svo oft sem stjórnin ákveður eða skrifleg ósk kemur frá eigi færri en 10 félagsmönnum. Til aðalfundar skal boða með minnst 10 daga fyrirvara og er hann lögmætur sé löglega til hans boðað, án tillits til þess hversu margir mæta. Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir í þeirri röð sem hér segir:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra
  3. Kosning fundarritara
  4. Skýrsla stjórnar
  5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
  6. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  7. Reikningar bornir undir atkvæði
  8. Kosning formanns
  9. Kosning tveggja manna í stjórn
  10. Kosning tveggja manna í varastjórn
  11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara
  12. Lagðar fram tillögur að breytingum laga og reglugerða félagsins ef um er að ræða.
  13. Umræður um lagabreytingar ef við á og afgreiðsla
  14. Ákvörðun félagsgjalds
  15. Kosning fulltrúa á Þing Skotíþróttasambands Íslands og ÍA
  16. Önnur mál
  17. Fundarslit

 

Fundargerð aðalfundar skal birt á heimasíðu félagsins innan 15 daga frá aðalfundi.

10.grein

Lögum þessum má breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna.  Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 1. febrúar næstan á undan aðalfundi.

Samþykkt á aðalfundi félagsins þ. 3. apríl 1995.

Breyting á 6. og 9. grein á aðalfundi 30. mars 2009.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content