ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skemmtilegt frumkvæði ÍA TV

Skemmtilegt frumkvæði ÍA TV

30/04/20

iatv

ÍATV fór á dögunum af stað með þættina “Að koma saman er bannað”, sem eru viðtalsþættir í beinni útsendingu. Að auki ákváðu þeir að nýta þetta tækifæri til að gefa tónlistarmönnum á Akranesi möguleika á að koma fram í þáttunum. Aðdragandinn að þessari þáttagerð var ekki langur, en hugmyndin er sprottin af skorti á íþróttaviðburðum á Akranesi og þ.a.l. verkefnum fyrir ÍATV. Alla þættina og tónlistaratriði er að finna á Youtube-rás ÍATV á þessari slóð: https://www.youtube.com/playlist?list=PL6dYDxFtV4_49VN8TeffIDY9WJwyu9LvB 

Til gamans má geta að nafnið á þáttunum er skemmtileg samkomubannsskírskotun í slagorð ÍA sem eru Að koma saman er byrjun, að vera saman eru framfarir, að vinna saman er árangur.

Þættirnir hingað til:  

  1. þáttur – Viðmælendur: Hannibal Hauksson og Marella Steinsdóttir, formaður ÍA. Tónlistaratriði: Bjarni Rúnar Jónsson
  2. þáttur – Viðmælandi: Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir, Tónlistaratriði: Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir og Birgir Þórisson
  3. þáttur – Viðmælandi: Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA
  4. þáttur – Viðmælandi: Jón Þór Þórðarson, formaður KÍA. Tónlistaratriði: Jónína Björg Magnúsdóttir og Steinunn Inga Guðmundsdóttir
  5. þáttur – Viðmælandi: Dean Edward Martin. Tónlistaratriði: hljómsveitin Hræ

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content