ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skallagrímur – Kári: 2-5

Skallagrímur – Kári: 2-5

20/05/14

#2D2D33

Káramenn mættu Skallagrím á æfingasvæðinu í Borgarnesi síðasta laugardag. Káramenn mættu að þessu sinni án ungu leikmannana í 2.flokki og einnig vantaði nokkra sterka leikmenn í hópinn.Leikurinn fór fram á litlum velli og mættu leikmenn Skallagríms ákveðnir og vel skipulagðir til leiks og ákveðnir í að gefa Káramönnum góða mótspyrnu. Káramenn sem voru mun meira með boltann í leiknum fengu ágætis sénsa í upphafi leiks sem ekki nýttust og voru það Skallagrímsmenn sem brutu ísinn eftir að brotið var á leikmanni Skallagríms innan teigs og vítaspyrna dæmd. Ekki leið þó á löngu þar til Káramenn næðu að jafna leikinn en þá tók Atli Alberts á rás inn í teig Skallagríms þar sem hann var klemdur á milli tveggja leikmanna Skallagríms og vítaspyrna réttilega dæmd. Atli steig sjálfur á vítapunktinn og skoraði með snyrtilegu skoti. Káramenn héldu uppteknum hætti, voru meira með boltann og reyndu að brjóta Skallagrímsmenn á bak aftur, en Skallarnir voru fljótir að mæta Káramönnum og loka á að þeir kæmust í gegnum vörn þeirra. Káramenn náðu þó forystunni þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik þegar Leó Daðason skoraði með góðum skalla eftir flotta fyrirgjöf af hægri kanti.Káramenn náðu góðu starti í fyrri hálfleik og á fyrstu 15 mínútunum voru þeir búnir að ná að skora 2 mörk, en í bæði skiptin var á ferðinni Atli Albertsson eftir góðar rispur á hægri kanti. Aðeins fór að draga af Káramönnum eftir þessi mörk enda völlurinn þungur og margir að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Skallagrímur hélt þó áfram að berjast og um miðjan hálfleikinn náðu þeir að minnka muninn í 2-4. Káramenn voru svo ljónheppnir þegar stutt var eftir að fá ekki þriðja markið á sig, en þá bjargaði Salvar Georgsson frábærlega þegar leikmaður Skallagríms fékk boltann aleinn á markteig gegn opnu marki.Káramenn gerðu svo endanlega útum leikinn á lokamínútunum þegar Sveinbjörn Hlöðversson náði að hrista einn varnarmann af sér og komast að endalínu þar sem hann renndi boltanum út á títt nefndann Atla Albertsson sem var einn gegn opnu marki og átti í engum erfiðleikum með að innsigla fernu sína og fimmta mark Káramann. Niðurstaðan 2-5 sigur í ágætis leik þar sem Atli Alberts átti stórleik. Sigurður Jónsson þjálfari liðsins var þokkalega sáttur í leikslok enda fengu menn fína æfingu út úr leiknum. Næsti leikur Káramanna verður gegn Lummunni á Akranesi miðvikudaginn 21.maí en það er fyrsti leikur liðsins í deildarkeppni 4.deildar og verður fróðlegt að sjá hvernig liðið mun líta út með nýjum sterkum leikmönnum í bland við efnilega leikmenn úr 2.flokki. Við hvetjum sem flesta til að mæta á svæðið og styðja liðið næsta miðvikudag.Liðið sem spilaði gegn Skallagrím:Eyþór Óli FrímannssonEmil SævarssonRóbert KetilssonRagnar Már ViktorssonGuðjón Freyr EiðssonAtli AlbertssonPáll Sindri Einarsson (c)Ragnar Þór GunnarssonLeó DaðasonSalvar GeorgssonSveinbjörn Geir HlöðverssonMarteinn Þór VigfússonGuðmundur Dagur JóhannssonÓlafur SævarssonStefán Már GuðmundssonÁfram Kári

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content