ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu stórsigur á Sindra

Skagastelpur unnu stórsigur á Sindra

02/09/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna sótti Sindra á Hornafirði heim í dag í 16. umferð Inkasso deildarinnar. Fyrir leikinn var ÍA í þriðja sæti en lið Sindra í því tíunda og neðsta sæti deildarinnar. Staða liðanna í töflunni endurspeglaði leikinn ágætlega því Skagastelpur höfðu algjöra yfirburði frá fyrstu mínútu leiksins til þeirrar síðustu.

Fyrsta mark ÍA kom strax á fjórðu mínútu leiksins en þá þakkaði Sigrún Eva Sigurðardóttir þjálfurum liðsins pent fyrir sæti í byrjunarliðinu. Sigrún Eva kom inn í byrjunarliðið á ný fyrir Fríðu Halldórsdóttur en hún tók út leikbann í þessum leik vegna fjögurra gulra spjalda.

Markadrottningin Unnur Ýr Haraldsdóttir bætti öðru marki við á 13. mínútu með góðu skoti. Skagastelpur sóttu látlaust og fyrir leikhlé höfðu tvö mörk bæst við á markatöfluna. Maren Leósdóttir skoraði á 26. mínútu og Heiðrún Sara Guðmundsdóttir skoraði svo gott mark rétt fyrir hálfleik.

Fjögurra marka forysta Skagastelpna i hálfleik var síst of stór þvi okkar leikmenn misnotuðu fjölda góðra marktækifæra i hálfleiknum.

Seinni hálfleikurinn var rólegri en sá fyrri en Skagastelpur réðu þó ferðinni likt og i fyrri hálfleik. Skagastelpur bættu við tveimur mörkum. Það voru öflugir miðverðir liðsins sem sáu um markaskorunina. Fyrra markið og það fimmta í leiknum skoraði Snædís Logadóttir á 58. mínútu en þetta er fyrsta deildarmark Snædísar fyrir ÍA.

Sjötta og síðasta mark leiksins skoraði Eva María Jónsdóttir með fallegu skoti. Þrátt fyrir nokkur álitleg færi til viðbótar voru mörkin ekki fleiri. Sanngjarn 6-0 sigur var því staðreynd og ungt og efnilegt lið ÍA heldur sig í toppbaráttu deildarinnar.

Næsti leikur liðsins er mánudaginn 10. september en þá kemur sameiginlegt lið Fram/Aftureldingar í heimsókn á Skagann og hefst leikurinn kl. 19:15.

Edit Content
Edit Content
Edit Content