ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu sigur á Augnabliki

Skagastelpur unnu sigur á Augnabliki

27/01/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna mætti Augnabliki í Akraneshöll í vikunni. Leikurinn átti að vera hluti af faxaflóamótinu en þar sem Augnablik dró sig úr keppni þar var um æfingaleik að ræða í staðinn.

Um góðan leik var að ræða af hálfu stelpnanna og unnu þær öruggan 3-1 sigur í leiknum. Aldís Ylfa Heimisdóttir skoraði tvö mörk og Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði eitt mark. Augnablik náði að skora eitt mark úr þeim færum sem liðið skapaði sér í leiknum.

Stelpurnar halda því áfram sigurgöngu sinni á árinu en næsti leikur verður föstudaginn 2. febrúar kl. 19:30 þegar ÍA fer í Hafnarfjörð og mætir Haukum á Gaman Ferða vellinum (Ásvöllum).

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content