ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu öruggan sigur á Víking Ó

Skagastelpur unnu öruggan sigur á Víking Ó

20/04/18

#2D2D33

Skagastelpur tóku á móti Víking Ó í síðasta leik liðanna í C-riðli Lengjubikarsins í Akraneshöll í kvöld. Staðan  liðanna í riðlinum sagði sína sögu, ÍA hafði unnið alla sína leiki og Víkingar tapað öllum sínum.

Stelpurnar voru fljótar að skora fyrsta mark leiksins en það gerði Aldís Ylfa Heimisdóttir strax á sjöundu mínútu. Ekki liðu nema fimm mínútur uns næsta mark kom en þá skoraði Fríða Halldórsdóttir gott mark. ÍA hélt svo áfram að sækja af krafti og skapa sér góð færi.

Víkingar áttu í mesta basli með að skapa sér færi og það kom fljótt í ljós hví liðið hafði ekki skorað í neinum fyrri leikja liðsins í riðlinum. Skagastelpur voru ekki í vandræðum með það og á 34. mínútu skoraði Eva María Jónsdóttir þriðja mark liðsins. Staðan í hálfleik var því 3-0 þrátt fyrir að góð færi hafi misfarist hjá ÍA.

Það var ljóst frá byrjun síðari hálfleiks að stelpurnar voru langt í frá hættar í leiknum. Strax í upphafi hálfleiksins skoraði Fríða Halldórsdóttir og nokkrum mínútum síðar fylgdi Aldís Ylfa Heimisdóttir eftir með góðu marki.

Eftir þetta róaðist aðeins yfir leiknum og ÍA skoraði sitt sjötta mark í leiknum um miðjan hálfleikinn þegar María Björk Ómarsdóttir skoraði eftir góða sókn. Skömmu síðar bætti María Björk sínu öðru marki við og skagastelpur sóttu af auknum krafti.

Það skilaði sér svo á 80. mínútu þegar María Björk Ómarsdóttir skoraði sitt þriðja mark á aðeins 13 mínútum, fyrsta þrenna leiksins var þar með komin í hús. Í uppbótartíma skoraði Fríða Halldórsdóttir sitt þriðja mark í leiknum og önnur þrenna leiksins staðfest.

Skömmu síðar var leikurinn flautaður af og ÍA vann 9-0 í leik þar sem Víkingar máttu sín lítils gegn mun sterkari mótherja. Skagastelpur vinna því sinn riðli örugglega og keppa til undanúrslita í C-riðli Lengjubikarsins um næstu helgi.

Edit Content
Edit Content
Edit Content