ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu öruggan sigur á ÍR í Inkasso-deildinni

Skagastelpur unnu öruggan sigur á ÍR í Inkasso-deildinni

17/05/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn annan leik í Inkasso-deildinni í kvöld þegar liðið fékk ÍR í heimsókn í Akraneshöll. Um mikinn baráttuleik var að ræða þar sem bæði lið gerðu sitt besta.

Sú varð líka raunin og bæði lið börðust af krafti í leiknum. Nokkur ágæt marktækifæri litu dagsins ljós hjá ÍA í fyrri hálfleik en þrátt fyrir góðar tilraunir vildi boltinn ekki í markið. ÍR-ingar áttu fá marktækifæri og ógnuðu vörn ÍA frekar lítið. Staðan í hálfleik var því 0-0 þrátt fyrir góðar sóknir.

Seinni hálfleikur var svo um margt keimlíkur þeim fyrri þar sem Skagastelpur sóttu mikið en ÍR-ingar náðu sjaldan að skapa markverð færi. Á 48. mínútu kom þó fyrsta mark leiksins þegar ÍA átti ágæta sókn sem lauk með því að Bergdís Fanney Einarsdóttir vippaði boltanum í mark ÍR eftir nokkra þvögu í vítateig gestanna.

Það sem eftir lifði leiks fengu Skagastelpur nokkur frábær marktækifæri til að klára leikinn en þeim var gjörsamlega fyrirmunað að nýta þau þrátt fyrir margar tilraunir. ÍR átti nokkrar sóknir undir lok leiksins en það ógnaði marki ÍA aldrei að neinu leyti.

Á endanum vann ÍA því góðan 1-0 sigur á liði ÍR og tímabilið heldur áfram að ganga vel hjá stelpunum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content