ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu góðan útisigur á Víking Ó

Skagastelpur unnu góðan útisigur á Víking Ó

03/09/17

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna mætti Víking Ó í 17. umferð Íslandsmótsins sem fram fór við ágætar aðstæður á Ólafsvíkurvelli.

Víkingur hóf leikinn af krafti og Birgitta Sól Vilbergsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins strax á fimmtu mínútu. Víkingar voru meira ógnandi framan af enda að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Þeir sköpuðu sér ágæt færi en náðu ekki að nýta þau. Skagastelpur áttu þó nokkrar góðar sóknir í hálfleiknum en náðu ekki að skora. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir Víking.

Skagastelpur komu mjög grimmar til leiks í seinni hálfleik og ætluðu sér að jafna metin. Það tókst svo á 52. mínútu þegar Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði með góðu skoti. Góðar sóknir komu svo í kjölfarið en ávallt vantaði herslumuninn að koma boltanum í markið. Víkingar áttu nokkrar skyndisóknir en náðu sjaldan að ógna marki ÍA.

Allt stefndi í jafntefli en þegar komið var í uppbótartíma varð Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkings, fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir góða sókn ÍA. Víkingur átti ekki möguleika á að koma til baka og skagastelpur unnu því verðskuldaðan útisigur 1-2.

Síðasti leikur tímabilsins er svo gegn Sindra á Norðurálsvelli laugardaginn 9. september kl. 14:00. Við hvetjum alla Skagamenn til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar okkar til sigurs í leiknum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content