ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu góðan sigur á Keflavík

Skagastelpur unnu góðan sigur á Keflavík

16/02/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna mætti Keflavík í öðrum leik liðanna í faxaflóamótinu í Akraneshöll. Leikurinn hófst af miklum krafti og strax á annarri mínútu skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir gott mark fyrir gestina.

Það leið þó ekki nema mínúta uns Skagastelpur voru búnar að svara fyrir sig en þá skoraði Heiðrún Sara Guðmundsdóttir með skoti eftir sendingu frá Fríðu Halldórsdóttur.

Keflavík komst svo aftur yfir í leiknum þegar Þóra Kristín Klemensdóttir skoraði á 11. mínútu en aftur leið aðeins mínúta uns ÍA var búið að jafna metin en markið gerði Bergdís Fanney Einarsdóttir eftir sendingu frá Mareni Leósdóttur.

Á tveggja mínútna kafla í hálfleiknum var svo komið að sýningu frá Bergdísi Fanney Einarsdóttur en hún skoraði þá tvö glæsileg mörk af 25-30 metra færi á 20. og 22. mínútu. Keflavík komst þó aftur inn í leikinn á 39. mínútu þegar Sveindís Jane Jónsdóttir minnkaði muninn með ágætu marki.

Þrátt fyrir að bæði lið fengju fleiri álitleg færi í fyrri hálfleik voru fleiri mörk ekki skoruð og staðan því 4-3 fyrir ÍA í leikhléi.

Í seinni hálfleik héldu Skagastelpur svo áfram að ráða gangi leiksins og skapa sér mun álitlegri færi. Á 54. mínútu komst ÍA í 5-3 þegar Karen Þórisdóttir skoraði eftir góðan undirbúning frá Mareni Leósdóttur.

Eftir þetta hægðist aðeins um í leiknum en á 77. mínútu gerði ÍA endanlega út um leikinn þegar Bergdís Fanney Einarsdóttir átti eitt bylmingsskotið enn og skoraði efst í markhornið, sitt fjórða mark í leiknum.

Undir lokin fengu Skagastelpur fleiri færi til að bæta við mörkum en Keflavík skapaði sér lítið í seinni hálfleik. Leikurinn endaði því með verðskulduðum 6-3 sigri ÍA og stelpurnar byrja faxaflóamótið af krafti.

Edit Content
Edit Content
Edit Content