Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn þriðja leik í Inkasso-deildinni í dag þegar liðið heimsótti Fjölni í Grafarvoginn. fékk ÍR í heimsókn í Akraneshöll. Fjölnis hafði tapað báðum sínum fyrstu leikjum í deildinni en ÍA unnið báða sína fyrstu svo ljóst var að heimamenn ætluðu ekki að gefa neitt eftir í leiknum.
Það kom líka í ljós í fyrri hálfleik og bæði lið börðust af krafti í leiknum. Nokkur ágæt marktækifæri litu dagsins ljós hjá ÍA en þrátt fyrir góðar tilraunir vildi boltinn ekki í markið. Fjölnir átti fá marktækifæri og ógnuðu vörn Skagastelpna frekar lítið. Staðan í hálfleik var því markalaus.
Í seinni hálfleik fór sóknarþungi ÍA að verða meiri og það skilaði mark á 58. mínútu þegar Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði gott mark. Einungis tveimur mínútum síðar skoraði Unnur Ýr sitt annað mark í leiknum og Skagastelpur komnar í góða stöðu.
Fjölnir reyndi að komast meira inn í leikinn og á 73. mínútu skoraði Sara Montoro mark sem kom heimamönnum aftur í seilingarfjarlægð frá stigi í leiknum. Sá möguleiki hvarf þó að mestu á 78. mínútu þegar dæmd var vítaspyrna á Fjölni og Unnur Ýr Haraldsdóttir fullkomnaði þrennu sína í leiknum þegar hún skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.
Fjölnir náði að minnka muninn aftur undir lok leiksins þegar Stella Þóra Jóhannesdóttir skoraði ágætt mark. Þrátt fyrir að bæði lið fengju marktækifæri eftir þetta voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum. ÍA fagnaði því góðum útisigri í Grafarvogi með 2-3 sigri á Fjölni.