ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur töpuðu fyrir Keflavík í kvöld

Skagastelpur töpuðu fyrir Keflavík í kvöld

19/06/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fimmta leik í Inkasso-deildinni í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík á Nettóvöllinn. Bæði lið voru í efri hluta deildarinnar svo ljóst var að baráttan yrði í fyrirrúmi í leiknum.

Töluvert jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Skagastelpur sköpuðu sér ágæt marktækifæri sem náðist ekki að nýta og Keflavík átti góðar sóknir sem strönduðu á vörn ÍA. Staðan í hálfleik var því 0-0 sem einkenndist mikið af stöðubaráttu beggja liða.

Keflavík kom svo sterkt inn í seinni hálfleik og á 57. mínútu skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir gott mark fyrir heimamenn. Skagastelpur reyndu ákaft að jafna metin og komast aftur inn í leikinn. Keflavík átti snarpar sóknir og úr einni slíkri náði Natasha Moraa Anasi að skora annað mark þeirra í leiknum.

Eftir þetta var ÍA frekar slegið út af laginu og þrátt fyrir ágætar sóknarlotur náðist ekki að minnka muninn. Keflavík átti í framhaldinu nokkrar sóknir en leikurinn fjaraði hægt og rólega út og heimamenn unnu þar góðan 2-0 sigur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content