ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur töpuðu fyrir Keflavík í Inkasso-deildinni

Skagastelpur töpuðu fyrir Keflavík í Inkasso-deildinni

16/08/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna spilaði í kvöld mikilvægan leik við Keflavík í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í Akraneshöll. ÍA var í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig og Keflavík í öðru sæti með 30 stig svo þessi leikur gat skorið úr um möguleikann á að stelpurnar væru enn í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni.

Leikurinn bar þess merki frá byrjun að bæði lið ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikil stöðubarátta var í leiknum og bæði lið voru að sækja og reyna að skapa sér markverð færi. Fyrsta markið kom svo á 15. mínútu en þá skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir gott mark.

Skagastelpur létu þetta ekki á sig fá og héldu áfram að berjast af krafti. Það var svo á 37. mínútu þegar Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði með fallegu skoti eftir undirbúning frá Mareni Leósdóttur.

Keflavík var þó ekki lengi að komast aftur yfir í leiknum en það gerði Sophie Groff eftir klaufagang í vörn ÍA. Þrátt fyrir að bæði lið fengju fleiri góð marktækifæri í hálfleiknum voru ekki skoruð fleiri mörk og Keflavík leiddi því í hálfleik 1-2.

Skagastelpur kom vel stemmdar í seinni hálfleik og Bergdís Fanney Einarsdóttir átti hörkuskot í þverslána hjá Keflavík í byrjun hálfleiksins. Eftir það var töluvert jafnræði með liðunum og bæði lið náðu að skapa sér álitleg færi sem ekki tókst að nýta.

Það var svo á 78. mínútu þegar vendipunktur leiksins kom en þá skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir gott mark. Þetta virtist slá Skagastelpur útaf laginu því Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sitt þriðja mark á 81. mínútu og afgreiddi þar með leikinn.

Það sem eftir lifði leiks voru Keflvíkingar sterkari aðilinn og undir lok leiksins bætti Kristrún Ýr Hólm við fimmta marki gestanna. Leikurinn var svo flautaður af og Keflavík vann öruggan 1-5 sigur í leik sem var jafn stór hluta leiksins en Keflavík sýndi gæði sín undir lok leiksins og kláraði leikinn með öflugum sóknarleik.

Maður leiksins var valin Eva María Jónsdóttir en hún fékk gjafabréf frá Nínu í verðlaun. Með henni á myndinni er Áslaug Ákadóttir, stjórnarkona í KFÍA.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content