Meistaraflokkur kvenna spilar sinn síðasta leik í C-riðli Lengjubikarsins á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Víking Ó í Akraneshöll kl. 20.
Stelpurnar hafa spilað vel í vetur og eru búnar að vinna riðilinn sinn en engu að síður þarf að spila þennan síðasta leik í riðlinum.
Við hvetjum Skagamenn til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs á morgun.