Meistaraflokkur kvenna mætir Keflavík á morgun, þriðjudag, í úrslitum C-deildar í Lengjubikarnum. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll og hefst kl. 13:00.
Bæði lið hafa unnið alla sína leiki í Lengjubikarnum hingað til og því verður klárlega um hörkuleik að ræða.
Við hvetjum Skagamenn til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar til sigurs í þessum úrslitaleik.