ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur halda sigurgöngu sinni áfram í Inkasso-deildinni

Skagastelpur halda sigurgöngu sinni áfram í Inkasso-deildinni

10/08/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn 13 leik í Inkasso-deildinni í kvöld þegar liðið heimsótti Þróttara í Laugardalinn. ÍA var í harðri baráttu um að halda í við efstu liðin í deildinni svo ekkert annað en sigur kom til greina í leiknum.

Það kom líka snemma í ljós í leiknum að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir og baráttan var í fyrirrúmi. Spilamennska ÍA var ágæt í hálfleiknum og nokkur marktækifæri litu dagsins ljós sem ekki náði að nýtast. Þróttarar spiluðu einnig ágætlega og áttu inn á milli góðar sóknarlotur sem vörn ÍA náði að verjast.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 29. mínútu en þá skoraði Gabriela Maria Mencotti fyrir Þróttara með ágætu marki. Heimamenn voru þannig komnir yfir og þrátt fyrir að bæði lið ættu sínar sóknir eftir það var staðan í hálfleik 1-0 fyrir Þrótt.

Skagastelpur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og fóru fljótt að skapa sér færi. Á 54. mínútu kom svo jöfnunarmarkið en það skoraði Bergdís Fanney Einarsdóttir með fallegu marki. Staðan orðin jöfn í leiknum og allt opið.

Þróttarar voru ekki að skapa sér mörg færi í seinni hálfleik. Liðið var meira að reyna að verjast sóknum ÍA sem vörn heimamanna mátti á köflum hafa sig alla við. Eftir því sem leið á hálfleikinn þyngdist sókn ÍA og liðið skapaði sér góð færi sem náðist ekki að koma í netið.

Það var ekki fyrr en á 87. mínútu sem sóknir Skagastelpna bar loksins árangur en þá náði Bergdís Fanney Einarsdóttir að skora með góðu marki. Þrátt fyrir að Þróttarar reyndu að jafna metin undir lok leiksins náðu þeir ekki að komast í gegn sterka vörn ÍA og leikurinn fór því 1-2 fyrir ÍA.

Skagastelpur eiga þannig enn möguleika á að komast í Pepsi-deildina en næstu tveir leikir gegn toppliðunum munu skera úr um það. En í kvöld náðust þrjú stig með sterkum sigri í Laugardalnum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content