ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur gerðu jafntefli gegn Þrótti R

Skagastelpur gerðu jafntefli gegn Þrótti R

25/08/17

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna mætti Þrótti R í 16. umferð Íslandsmótsins sem fram fór við frekar erfiðar aðstæður á Norðurálsvelli.

Bæði lið glímdu við strekkingsvind og létta rigningu á köflum sem stjórnaði flæði leiksins að miklu leyti. Mikið var um langar sendingar fram völlinn en vindurinn tók boltann oftast og liðin áttu erfitt með að fóta sig og byggja upp spil. Þrátt fyrir það sköpuðu bæði lið sér ágæt færi í fyrri hálfleik en hvorugu þeirra tókst að nýta sér þau. Staðan var því 0-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik reyndu bæði lið að skapa sér fær en aðstæður gerðu það erfitt. Skagastelpur áttu þó góða sókn á 63. mínútu sem lauk með því að Maren Leósdóttir skoraði í fjærhornið með góðu skoti. Þróttarar hófu að sækja af meiri krafti á móti og það skilaði jöfnunarmarki strax á 66. mínútu þegar Diljá Ólafsdóttir skoraði með góðu skoti.

Það sem eftir lifði leiks fengu bæði lið þokkaleg færi til að ná sigurmarkinu. ÍA var þó frekar nær því og markvörður Þróttar mátti á köflum hafa sig alla við til að halda gestunum í leiknum. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og Skagastelpur hafa náð í góð úrslit í síðustu tveimur leikjum gegn efstu liðum deildarinnar.

Að vanda var valinn maður leiksins úr Skagaliðinu og að þessu sinni varð María Mist Guðmundsdóttir fyrir valinu. Hún fékk gjöf frá 66° norður afhenta frá Helenu Rut Steinsdóttur og Köru Líf Traustadóttur.

Næsti leikur er gegn Víkingum á Ólafsvíkurvelli laugardaginn 2. september kl. 14:00.

Edit Content
Edit Content
Edit Content