ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur féllu úr leik í Mjólkurbikarnum

Skagastelpur féllu úr leik í Mjólkurbikarnum

21/05/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik í Mjólkurbikarnum í dag þegar liðið fékk Keflavík í heimsókn á Norðurálsvöllinn. Liðið sem ynni þennan leik færi í 16-liða úrslit bikarsins.

Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og greinilegt var að hvorugt liðið vildi gefa færi á sér. Það kom líka fram í því að Skagastelpur fengu ekki mikið af opnum marktækifærum og þau færi sem sköpuðust misfórust. Keflavík átti jafnframt nokkrar góðar sóknir sem ekki náðist að klára. Staðan í hálfleik var því 0-0.

Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri. En á 57. mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar Anita Lind Daníelsdóttir skoraði með ágætu skoti eftir þvögu í vítateig ÍA. Fimm mínútu síðar kom svo rothöggið í leiknum þegar Eva María Jónsdóttir varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir góða sókn Keflavíkur.

Eftir þetta reyndu Skagastelpur að komast inn í leikinn og fengu nokkur ágæt færi til þess. Því miður tókst ekki að nýta þau en Keflavík beitti eitruðum skyndisóknum sem reyndu stundum töluvert á vörn ÍA. Leikurinn endaði því að lokum 0-2 fyrir Keflavík og Skagastelpur eru úr leik í Mjólkurbikarnum í ár.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content