Meistaraflokkur kvenna fær Keflavík í heimsókn í Inkasso-deildinni á morgun, fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Akraneshöllinni.
Um algjöran toppslag er að ræða í deildinni og verður ÍA að vinna leikinn til að minnka forskot Keflvíkinga og eiga möguleika á að ná sæti í Pepsi-deildinni að ári. Forskot Keflvíkinga er í dag þrjú stig og liðið á leik til góða svo mikið er undir í leiknum.
Við hvetjum Skagamenn til að mæta í Akraneshöllina á morgun og styðja stelpurnar til sigurs gegn Keflavík.