Meistaraflokkur kvenna fær Fjölni í heimsókn í Inkasso-deildinni á morgun, þriðjudag. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Akraneshöllinni.
Skagastelpur eru í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar og berjast um að eiga möguleika á að komast upp í Pepsi-deildina. Fjölnir er í neðri hluta deildarinnar svo þrjú stig eru nauðsynleg á morgun.
Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja stelpurnar til sigurs gegn Fjölni.