ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn unnu verðskuldaðan sigur á ÍR

Skagamenn unnu verðskuldaðan sigur á ÍR

08/06/18

#2D2D33

Skagamenn spiluðu í kvöld við ÍR á Norðurálsvelli í sjöttu umferð Inkasso-deildarinnar. ÍA hafði 13 stig eftir fimm leiki og ÍR var í botnbaráttunni svo ljóst var að um baráttuleik yrði að ræða.

Ljóst var frá fyrstu mínútu að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir í leiknum. ÍR var með vel skipulagða vörn og beitti skyndisóknum og Skagamenn reyndu að brjóta niður varnarmúr gestanna. Mikil barátta var í leiknum og leikmenn voru ekki að skapa sér mörg marktækifæri framan af en ÍA var þó mun nær því.

Það var ekki fyrr en á 40. mínútu sem múrinn var brotinn og fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þá tók Ragnar Leósson frábæra aukaspyrnu inn í vítateig ÍR þar sem Hafþór Pétursson skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1-0 fyrir ÍA og þannig var staðan í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var svo eign Skagamanna frá fyrstu mínútu. Á skömmum tíma átti Arnar Már Guðjónsson skalla í þverslána og Ragnar Leósson átti bylmingsskot í samskeytin á marki ÍR. Boltinn fór svo í ramma marks ÍR í þriðja skiptið á 60. mínútu þegar Stefán Teitur Þórðarson átti skot sem fór í þverslána.

Skagamenn voru ótrúlegir klaufar að nýta ekki þau fjöldamörgu færi sem þeir fengu í hálfleiknum. Það var ekki fyrr en á 86. mínútu sem hægt var að afgreiða leikinn en þá skoraði Stefán Teitur Þórðarson með langskoti eftir góðan undirbúning frá Steinari Þorsteinssyni.

Mínútu síðar kom svo þriðja mark leiksins en þá átti Bjarki Steinn Bjarkason góða fyrirgjöf í vítateig ÍR. Markvörður gestanna náði ekki að halda boltanum og Garðar Gunnlaugsson skoraði með ágætu skoti. Skagamenn búnir að skora tvö mörk á einni mínútu.

ÍR náði sjaldan að ógna sterkri vörn ÍA í leiknum og Skagamenn sigldu því heim öruggum 3-0 sigri sem var síst of stór miðað við færin í leiknum.

 

Bjarki Steinn Bjarkason var svo valinn maður leiksins að leik loknum og Magnús Guðmundsson formaður KFÍA óskaði honum til hamingju með þá nafnbót sem hann átti skilið.

Edit Content
Edit Content
Edit Content