ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn unnu öruggan sigur á ÍBV

Skagamenn unnu öruggan sigur á ÍBV

13/01/18

#2D2D33

Skagamenn tóku á móti ÍBV í fyrsta leik fotbolti.net mótsins í Akraneshöll í dag. Leikurinn hófst af krafti af hálfu okkar manna og fyrsta mark leiksins kom strax á 13. mínútu þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði með bylmingsskoti í slánna og inn eftir að hafa leikið á varnarmann eyjamanna.

Einungis fimm mínútum síðar var ÍA komið í 2-0 þegar Steinar Þorsteinsson skoraði eftir góðan undirbúning frá Þórði Þorsteini Þórðarsyni. Þrátt fyrir að bæði lið fengju ágæt marktækifæri voru ekki fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 í leikhléi.

Skagamenn héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og skapa sér færi. Það skilaði svo þriðja marki liðsins á 67. mínútu þegar Aron Ýmir Pétursson átti góðan sendingu utan af kanti sem fór inn í vítateig ÍBV. Þar kom Stefán Teitur Þórðarson aðvífandi og skoraði af öryggi.

Eftir þetta gerðist fátt markvert í leiknum nema að eyjamenn náðu að minnka muninn á 72. mínútu þegar Ágúst Leó Björnsson skoraði gott mark eftir skyndisókn. Bæði lið sýndu ágæta takta í leiknum en Skagamenn voru einfaldlega mun betri í þessum leik sem endaði 3-1 fyrir ÍA.

ÍA byrjar því árið á góðum sigri sem er vonandi forsmekkurinn að því sem koma skal á árinu.

Edit Content
Edit Content
Edit Content