ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn unnu frábæran útisigur á ÍBV

Skagamenn unnu frábæran útisigur á ÍBV

27/05/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti ÍBV í fimmta leik Íslandsmótsins sem fram fór við ágætar aðstæður í Vestmannaeyjum.

Fyrri hálfleikur var vægast sagt frekar dapur af hálfu beggja liða. Fátt markvert gerðist og virtist sem liðin ættu í erfiðleikum með að byggja upp góðar sóknir gegn öflugum vörn liðanna.

Þar var ekki fyrr en á 41. mínútu sem ísinn var brotinn þegar Arnar Már Guðjónsson hamraði boltann viðstöðulaust í mark ÍBV. Glæsilegt mark og ÍA leiddi 1-0 í hálfleik.

Eins rólegur og fyrri hálfleikur var, þá var seinni hálfleikur allt annað mál. Strax á 48. mínútu komust Skagamenn í 2-0 eftir að Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði úr aukaspyrnu með fallegu skoti. Einungis tveimur mínútu síðar minnkaði Pablo Punyed muninn fyrir Eyjamenn úr aukaspyrnu.

Heimamenn sóttu grimmt núna en komust lítt áleiðis gegn sterkri vörn ÍA. Skagamenn fóru að sækja af auknum krafti og á 80. mínútu braut Hafsteinn Briem á Alberti Hafsteinssyni innan vítateigs íBV og vítaspyrna dæmd. Hafsteinn Briem var svo rekinn útaf fyrir leikbrotið. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrna en lét markvörð ÍBV verja frá sér.

Skagamenn nýttu sér liðsmuninn til hins ítrasta og á 85. mínútu skoraði Albert Hafsteinsson með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Ólafi Val Valdimarssyni.

Undir lok leiksins gulltryggði ÍA sér svo sigurinn með fjórða markinu þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði af öryggi eftir stoðsendingu frá Ragnari Má Lárussyni.

Leiknum lauk svo með 1-4 sigri ÍA og kærkomin sigur í deildinni staðreynd.

Næsti leikur er svo gegn Gróttu í bikarnum á Norðurálsvelli þriðjudaginn 30. maí kl. 19:15.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content