ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn unnu frábæran 4-0 sigur á Frömurum

Skagamenn unnu frábæran 4-0 sigur á Frömurum

09/02/18

#2D2D33

Skagamenn mættu Fram í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum sem fram fór í Akraneshöll í kvöld.

Skemmst er frá því að segja fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. ÍA átti hættulegri marktækifæri en náðu ekki að nýta færin upp við mark gestanna. Framarar fengu fá færi í fyrri hálfleik og beittu skyndisóknum sem náðu sjaldan að ógna marki ÍA. Staðan í hálfleik var því 0-0.

Seinni hálfleikur hófst svo af krafti af hálfu Skagamanna. á 49. mínútu tók Þórður Þorsteinn Þórðarson hornspyrnu sem rataði á kollinn á Arnari Má Guðjónssyni, sem skallaði boltann af öryggi í markið. Annað mark ÍA kom svo á 59. mínútu þegar Ólafur Valur Valdimarsson átti lúmskt skot af 20 metra færi sem endaði í markhorninu.

Framarar náðu lítið að ógna marki heimamanna og úrslitin voru klár á 77. mínútu þegar Kristófer Jacobson Reyes var réttilega vísað af leikvelli með sitt annað gula spjald. Skagamenn héldu áfram að sækja af krafti og það fór að skila mörkum á lokamínútunum.

Á 86. mínútu lék Bjarki Steinn Bjarkason sér að varnarmönnum Fram og átti skot sem endaði í stönginni. Frákastinu náði Hilmar Halldórsson sem skoraði af öryggi þriðja mark ÍA. Fjórða mark Skagamanna kom svo tveimur mínútum síðar en þá skoraði Bjarki Steinn Bjarkason frábært mark eftir samspil við Ólaf Val Valdimarsson þar sem þeir sundurspiluðu vörn gestanna.

Leikurinn endaði þannig með 4-0 sigri Skagamanna, sem hefja leik í Lengjubikarnum af miklum krafti.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content