ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu gegn Víkingum frá Ólafsvík

Skagamenn töpuðu gegn Víkingum frá Ólafsvík

17/07/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Víking Ó í 11 og síðasta leik liðanna í fyrri umferð Íslandsmótsins sem fram fór við ágætar aðstæður á Ólafsvíkurvelli.

Skagamenn hófu leikinn af nokkrum krafti og sköpuðu sér ágæt færi, t.d. átti Tryggvi Hrafn Haraldsson skot sem fór ofan á þverslá Víkingsmarksins. Víkingarnir ætluðu greinilega að liggja meira til baka og beita skyndisóknum.

Þeir skoruðu svo á 16. mínútu úr sinni fyrstu alvöru sókn í leiknum þegar Emir Dokara tók aukaspyrnu sem fór inn í vítateig ÍA. Þar var Guðmundur Steinn Hafsteinsson rétt staðsettur og náði að koma boltanum framhjá Ingvari Þór Kale í marki ÍA.

Skagamenn sóttu mun meira eftir markið og reyndu að jafna metin. Þrátt fyrir góð færi tókst ekki að nýta þau. Undir lok hálfleiksins renndi Patryk Stefanski sér í markvörð Víkings og fékk þar sitt annað gula spjald og þar með brottvísun. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir Víking.

Í seinni hálfleik var ekki að sjá að ÍA væri manni færri. Liðið sótti allan hálfleikinn og reyndi að jafna metin. Þrátt fyrir fjölda hornspyrna og aukaspyrna náðist aldrei að skora mark en færin létu ekki á sér standa.

Víkingar beittu skyndisóknum sem í örfá skipti ógnuðu marki Skagamanna. Þeirra leikaðferð var að pakka í vörn og ná þremur stigum í hús, sú aðferð tókst fullkomlega því Víkingar unnu leikinn 1-0.

Næsti leikur ÍA er svo gegn FH sunnudaginn 23. júlí kl. 19:15 á Kaplakrikavelli.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content