ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu gegn Val í Lengjubikarnum

Skagamenn töpuðu gegn Val í Lengjubikarnum

10/03/18

#2D2D33

Skagamenn mættu Val í Lengjubikarnum á Valsvelli í kvöld. Með sigri hefði ÍA átt möguleika á að skáka Valsmönnum í efsta sæti í A deild riðli 1.

Skagamenn báru enga virðingu fyrir Íslandmeisturum Vals í byrjun leiks og börðust af miklum krafti. Strákarnir sköpuðu sér ágæt færi og sérstaklega fékk Steinar Þorsteinsson dauðafæri þegar hann komst einn innfyrir vörn Vals en varnarmaður náði að trufla hann og á endanum björguðu Valsmenn á marklínu skoti frá Stefáni Teiti Þórðarsyni.

Skömmu síðar átti Hilmar Halldórsson gott skot sem markvörður Vals varði vel. Stefán Teitur Þórðarson var fyrstur til að átta sig og náði frákastinu en skot hans fór í hliðarnetið. Þarna misfórust góð færi hjá ÍA.

Valsmenn voru svo fljótir að refsa því á 32. mínútu skoraði Kristinn Freyr Sigurðsson með góðu skoti. Kristinn Freyr fylgdi því svo eftir með öðru marki aðeins fjórum mínútum síðar og staðan orðin erfið fyrir Skagamenn. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og staðan 2-0 fyrir Val.

Í seinni hálfleik þéttu Skagamenn spil sitt og beittu skyndisóknum. Valsmenn spiluðu af öryggi enda með örugga forystu en sköpuðu sér samt nokkur álitleg færi sem þeir náðu ekki að nýta. ÍA náði sjaldan að ógna marki heimamanna í seinni hálfleik en þegar marktækifærin komu náðu varnarmenn Vals ávallt að bjarga.

Leiknum lauk því með frekar öruggum 2-0 sigri Vals í leik sem hefði getað farið öðruvísi ef Skagamenn hefðu náð að nýta sín færi í fyrri hálfleik.

Edit Content
Edit Content
Edit Content