ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu gegn Grindavík

Skagamenn töpuðu gegn Grindavík

22/05/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Grindavík í fjórða leik Íslandsmótsins sem fram fór við ágætar aðstæður á Norðurálsvelli.

Grindavík byrjaði betur í leiknum og strax á 14. mínútu skoraði Andri Rúnar Bjarnason með góðu skoti. Þeir fengu svo fleiri færi í hálfleiknum en náðu ekki að nýta þau. Skagamenn komust svo betur í takt við leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn. Á 28. mínútu lagði Albert Hafsteinsson boltann á Steinar Þorsteinsson sem skoraði með fallegu skoti.

 

ÍA fékk svo mörg góð marktækifæri sem ekki náðist að klára þrátt fyrir góðar tilraunir. Undir lok hálfleiksins var brotið á Garðari Gunnlaugssyni innan vítateigs Grindavíkur og vítaspyrna dæmd. Markvörður Grindavíkur varði spyrnuna frá Garðari og staðan í hálfleik var 1-1.

 

Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði svo Andri Rúnar Bjarnason sitt annað mark og gestirnir komnir yfir á nýjan leik. Grindavík beitti svo góðu skyndisóknum þegar leið á hálfleikinn. Skagamenn sóttu af krafti og fengu nokkur mjög góð færi sem nýttust ekki.

 

Á 88. mínútu skoraði Andri Rúnar Bjarnason svo sitt þriðja mark fyrir Grindavík en þar var ekki betur séð en um klára rangstöðu hafi verið að ræða. ÍA reyndi að minnka muninn og tókst það í uppbótartíma þegar Garðar Gunnlaugsson skoraði eftir góða sendingu frá Tryggva Hrafn Haraldssyni.

 

Skagamenn reyndu svo að jafna metin á síðustu mínútunum en það tókst ekki þrátt fyrir álitlegar sóknarlotur. Grindavík vann því leikinn 2-3.

 

Að vanda var valinn maður leiksins úr Skagaliðinu og að þessu sinni varð Steinar Þorsteinsson fyrir valinu. Hann fékk að launum gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum UNO.

 

Næsti leikur er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum laugardaginn 27. maí kl. 16:00.

Edit Content
Edit Content
Edit Content