ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu gegn Breiðablik í fjörugum leik

Skagamenn töpuðu gegn Breiðablik í fjörugum leik

05/06/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Breiðablik í sjötta leik Íslandsmótsins sem fram fór við ágætar aðstæður á Norðurálsvelli.

Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á sjöttu mínútu skoraði Gísli Eyjólfsson gott mark. Algjör sofandaháttur var ríkjandi í varnarleik ÍA framan af leik og á níundu mínútu skoraði Arnþór Ari Atlason annað mark gestanna. Skagamenn varla komnir í gang en skömmu síðar fékk Tryggvi Hrafn Haraldsson dauðafæri en skot hans fór í stöng.

Breiðablik sótti af krafti í hálfleiknum og skapaði sér mikið af færum en þeir náðu ekki að bæta við fleiri mörkum. ÍA átti margar ágætar sóknir en á einhvern óskiljanlegan hátt misfórust öll færin þrátt fyrir góðar atlögur. Staðan í hálfleik var því 0-2 fyrir Blika.

Seinni hálfleikur hófst svo svipað og sá seinni endaði. Breiðablik sótti meira og spilaði af skynsemi en Skagamenn fengu nokkur ágæt færi en náðu ekki að klára þau. Það var svo á 57. mínútu sem Arnþór Ari Atlason skoraði þriðja mark gestanna og þeir komnir í góð mál.

Skagamenn komust þó loksins á blað á 59. mínútu þegar Arnar Már Guðjónsson fékk boltann við vítateig Breiðabliks og gaf hann út á Þórð Þorstein Þórðarson sem skoraði með hörkuskoti. Heimamenn héldu áfram að skapa sér ágæt hálffæri en þeir náðu ekki að klára færin.

Breiðablik átti nokkur virkilega góð færi til að klára leikinn en þeim tókst ekki að nýta þau. ÍA náði svo að minnka muninn enn frekar í uppbótartíma þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson gaf sendingu inn í vítateig Blika þar sem Stefán Teitur Þórðarson átti fastan skalla sem small í stönginni. Arnar Már Guðjónsson náði frákastinu og skoraði gott mark.

Skagamönnum tókst þó ekki að jafna metin og Breiðablik fagnaði góðum sigri 2-3.

Að vanda var valinn maður leiksins úr Skagaliðinu og að þessu sinni varð Þórður Þorsteinn Þórðarson fyrir valinu. Hann fékk að launum gjafabréf fyrir tvo frá Port 9 Vínbar.

Næsti leikur er gegn KA á Akureyri miðvikudaginn 14. júní kl. 19:15.

Edit Content
Edit Content
Edit Content