ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu fyrir Stjörnunni

Skagamenn töpuðu fyrir Stjörnunni

16/01/18

#2D2D33

Skagamenn mættu Stjörnunni í öðrum leik liðanna í fotbolti.net mótinu sem fram fór í Kórnum í kvöld. Mikil barátta var í fyrri hálfleik og bæði lið fengu ágæt marktækifæri sem þau nýttu ekki.

Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 41. mínútu þegar Kristófer Konráðsson skoraði með góðu skoti fyrir Stjörnuna. Fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleiknum og staðan því 1-0 fyrir Stjörnuna í leikhléi.

Stjörnumenn héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og skapa sér færi. Það skilaði þeim marki á 55. mínútu þegar Kristófer Konráðsson skoraði sitt annað mark í leiknum. Þrátt fyrir álitleg tækifæri og ágæta takta náðu Skagamenn ekki að nýta sín færi í seinni hálfleik. Leikurinn endaði því 2-0 fyrir Stjörnuna.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content