ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu fyrir FH í fotbolti.net mótinu

Skagamenn töpuðu fyrir FH í fotbolti.net mótinu

05/02/18

#2D2D33

Skagamenn mættu FH í leik liðanna um fimmta sæti í fotbolti.net mótinu sem fram fór í Akraneshöll um helgina.

Fyrsta mark leiksins kom á 21. mínútu þegar Halldór Orri Björnsson skoraði með góðu skoti. ÍA náði svo að jafna á 36. mínútu þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson átti frábæra stungusendingu innfyrir vörn FH. Steinar Þorsteinsson stakk sér milli varnarmanna gestanna og skoraði með lúmsku skoti. Fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleiknum og staðan því 1-1 í leikhléi.

FH var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og skapaði sér ágæt færi. Á sama tíma áttu Skagamenn í erfiðleikum með að búa til álitlegar sóknir og skapa sér markverð færi í leiknum. Allt útlit var fyrir jafntefli í leiknum og vítaspyrnukeppni en á lokamínútu leiksins skoraði Atli Viðar Björnsson sigurmark gestanna eftir vel útfærða skyndisókn. Leikurinn endaði því 1-2 fyrir FH sem tryggði sér þar með fimmta sæti í fotbolti.net mótinu.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content