ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu fyrir Breiðablik í fallbaráttuleik

Skagamenn töpuðu fyrir Breiðablik í fallbaráttuleik

27/08/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Breiðablik í sautjándu umferð Íslandsmótsins sem fram fór við góðar aðstæður á Kópavogsvelli.

Það er skemmst frá því að segja að blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir ógnuðu meira og fengu nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta. Á 21. mínútu komst Breiðablik svo yfir þegar Gylfi Veigar Gylfason var svo óheppinn að stýra boltanum í eigið mark eftir skot frá leikmanni blika.

Skagamenn voru frekar til baka í hálfleiknum og beittu skyndisóknum sem náðu sjaldan að ógna marki gestanna. ÍA fékk nokkur föst leikatriði og þar náðist að skapa ágæt tækifæri sem vörn blika átti stundum í erfiðleikum með en náði alltaf að bjarga á síðustu stundu. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir heimamenn.

Breiðablik hóf svo seinni hálfleikinn af krafti. Þeir voru aðeins til baka en héldu áfram að skapa sér góð marktækifæri með skyndisóknum sem vörn ÍA átti oft í vandræðum með.

Skagamenn komust meira í takt við leikinn eftir því sem leið á seinni hálfleik. Þeir náðu að skapa sér nokkur ágæt færi en það tókst ekki að nýta þau þrátt fyrir góðar tilraunir.

Eftir góða sókn náði Breiðablik svo að skora sitt annað mark á 86. mínútu þegar Aron Bjarnason skoraði eftir sendingu frá Erni Bjarnasyni. Skagamenn reyndu svo allt sem þeir gátu til að minnka muninn undir lokin en það tókst ekki. Leikurinn endaði því með 2-0 sigri blika.

Við viljum þó þakka öllum stuðningsmönnum okkar sem fjölmenntu í Kópavoginn og voru mun háværari en stuðningsmenn heimamanna. Stuðningur ykkar er öllum í félaginu ómetanlegur nú þegar erfiðlega gengur í deildinni.

Næsti leikur ÍA er svo gegn KA sunnudaginn 10. september kl. 17:00 á Norðurálsvelli.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content