Meistaraflokkur karla heimsækir Leikni í fyrsta leik síðari umferðar Inkasso-deildarinnar á morgun, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Leiknisvellinum og hefst kl. 19:15.
Skagamenn eru í harðri toppbaráttu um að komast í Pepsi-deildina á nýjan leik og því eru þrjú stig nauðsynleg til þess að halda okkar mönnum í efstu sætum og ákveðinni fjarlægð frá næstu liðum.
Við hvetjum Skagamenn til að skreppa í Breiðholtið á morgun og styðja strákana til sigurs gegn Leiknismönnum.