Meistaraflokkur karla leikur sinn sjöunda leik í Inkasso-deild karla á morgun, miðvikudag, þegar liðið heimsækir HK. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 19:15.
Skagamenn hafa spilað vel í deildinni og eru í efsta sæti með 16 stig. Með sigri á morgun nær ÍA að festa sig í sessi í efri hluta deildarinnar.
Við hvetjum Skagamenn til að mæta í Kórinn á morgun og styðja strákana til sigurs gegn liði HK.