ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn fá HK í heimsókn í toppslag Inkasso

Skagamenn fá HK í heimsókn í toppslag Inkasso

23/08/18

#2D2D33

Meistaraflokkur karla fær HK í heimsókn í 18. umferð Inkasso-deildarinnar á morgun, föstudag. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst kl. 18:00.

Olís er styrktaraðili þessa leiks og verður því Olís dagur á Akranesi á föstudaginn þar sem 5.- kr. af hverjum seldum lítra af eldsneyti renna til félagsins. Þetta gildir á báðum Olís stöðvunum á Akranesi. Vill KFÍA þakka Olís fyrir þeirra stuðning með þessu framlagi og í gegnum árin.

Skagamenn eru komnir á topp Inkasso-deildarinnar en HK er rétt á eftir svo þetta er sannkallaður toppslagur í deildinni. Með sigr fer ÍA langt með að festa sig í sessi í efsta sæti deildarinnar og tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja strákana til sigurs gegn HK.

Edit Content
Edit Content
Edit Content