ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn eru úr leik í Mjólkurbikarnum

Skagamenn eru úr leik í Mjólkurbikarnum

25/06/18

#2D2D33

Skagamenn spiluðu í dag við FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Norðurálsvelli.  við HK í Kórnum í sjöundu umferð Inkasso-deildarinnar. ÍA var á toppnum í Inkasso-deildinni og FH er í efri hluta Pepsi-deildarinnar svo ljóst var að hvorugt liðið myndi gefa neitt eftir í leiknum.

FH byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á þriðju mínútu komust þeir yfir þegar Atli Guðnason átti góða sendingu inn í vítateig ÍA þar sem Brandur Olsen skoraði af öryggi.

Gestirnir voru svo mun öflugri í fyrri hálfleik og sköpuðu sér mörg álitleg marktækifæri en á einhvern ótrúlegan hátt náðu þeir ekki að nýta færi sín. Á sama tíma tók það Skagamenn töluverðan tíma að komast í takt við leikinn og skapa sér færi, nokkur hálffæri urðu til en það náðist ekki að ógna sterkri vörn FH að miklu leyti. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir FH.

Í seinni hálfleik var eins og allt annað Skagalið kæmi til leiks. Menn voru mun ákveðnari í alla bolta og voru óhræddir við að spila boltanum. Þrátt fyrir að ÍA spilaði mun betur vantaði alltaf herslumuninn að skapa sér dauðafæri og þau færi sem sköpuðust náðu gestirnir að bjarga.

FH beitti eitruðum skyndisóknum í seinni hálfleik og þær sköpuðu oft usla í vörn ÍA en ávallt náðist að hreinsa frá þegar þörf var á.

Undir lok leiksins reyndu Skagamenn allt til að jafna metin og það tókst næstum því þegar þrjú skot fóru á mark FH í uppbótartíma. Þrátt fyrir góðar tilraunir tókst ekki að koma boltanum í netið og FH komst í undanúrslit með 0-1 sigri.

Það má þó segja Skagamönnum til hróss að þeir gáfu allt sitt í þessum leik og gáfu FH liðinu alvöru leik þar sem á löngum köflum var erfitt að sjá hvort liðið væri deild ofar.

 

Þórður Þorsteinn Þórðarson var valinn maður leiksins og fékk hann gjafabréf frá veitingastaðnum Ríó Reykjavík,  https://www.facebook.com/rioreykjavik/ Það var Heimir Fannar Gunnlaugsson stjórnarmaður í KFÍA sem afhenti Þórði Þorsteini gjafabréfið.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content