ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sjálfboðaliði ársins hjá ÍA

Sjálfboðaliði ársins hjá ÍA

07/01/25

DSCF9968

Í ár var í fyrsta skiptið valinn sjálboðaliði ársins hjá ÍA og þau sem í þremur af efstu sætum voru, komu á viðburð og fengu blóm í tilefni af tilnefningu. Einn var þó valinn úr hópi þeirra þriggja sem Sjálfboðaliði ársins.

Halldór Jónsson hlaut þá viðurkenningu og þar sem valinn fyrsti Sjálfboðaliði ársins hjá ÍA

Halldór Jónsson sem hefur verið sjálfboðaliði til margar ára og hefur skilað mjög óeigingjörnu starfi í þágu Golfklúbbsins Leynis. Er það meðal annars vegna hans starfa og hjálpsemi að almennt tekst vel til með opnun á vellinum. Viska hans um innviði vallarins er klúbbnum dýrmætt.

Þær tvær sem voru í öðru og þriðja sæti voru :

Írena Rut Jónsdóttir í öðru sæti

Linda Reynisdóttir í því þriðja, því miður gat Linda ekki verið með okkur og því vantar hana á myndina.

Það komu nokkrar tilnefningar frá félögum, en allir höfðu kost á því að senda inn til ÍA ábendingar eða tilnefningar um sjálfboðaliða.

 Það var á síðasta þingi ÍA í apríl 2024 að þessu komið á með breytingu á reglugerð um Íþróttamanneskju Akraness og sett inn með val á Sjálfboðaliða ÍA ár hvert.

Þó svo að ekki sé auðvelt að velja einn úr hópi margra sjálboðaliða var þó ákveðið að gera slíkt. Eins og við vitum öll þá væri mjög lítið íþróttalíf ef ekki væri fyrir sjálboðaliða.

Við viljum með þessu móti sýna eins og við getum þakklæti til þeirra sem öllu starfi koma.

Sjálfboðaliði ársins Halldór Jónsson, Formaður ÍA Gyða Björk og Írena Rut Jónsdóttir
Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content